Lausnir sem vaxa með þér
Þegar við fórum að leita að sveigjanlegum en hagkvæmum lausnum fyrir okkar rekstur komumst við fljótt að því að það skiptir fleira máli en bara verðið. Þó skaðar alls ekki ef lausnirnar kosta okkur lítið á meðan við erum að koma undir okkur fótum.
Við leituðum leiða til að hýsa okkar eigin póst á öruggan en hagkvæman hátt, en þegar á hólminn var komið áttuðum við okkur á að Zoho býður uppá svo margt fleira sem nýtist okkar rekstri. Þegar við vorum byrjaðir að nota Projects fyrir verkefnin okkar, Invoice fyrir reikningagerð, WorkDrive sem gagnageymslu, Meeting sem fjarfundarlausn og svo allt hitt, lá beinast við að gerast Zoho Partner og bjóða okkar viðskiptavinum þessar lausnir og þjónustu við þær.
Okkar samningar við Zoho hafa gert okkur kleift að færa allan póst sem hýstur var á vefþjónum hjá okkur yfir í framúrskarandi pósthýsingarlausn sem býður upp á öryggi og sveigjanleika sem uppfyllir allar okkar ströngustu kröfur.
- Einfalt í notkun og notendavænt: Bæði appið í símann og vefumhverfið á póstinum byggja á kunnuglegum grunni en eru útfærð á frumlegan og þægilegan máta.
- Öryggi gagna og samhæfni við GDPR og ISO27001: Zoho Mail hefur reynst framúrskarandi varðandi meðhöndlun gagna. Þínar upplýsingar eru aldrei söluvara hjá Zoho.
- Skalanlegt og hagkvæmt: Hægt er að hefja ferðalagið frítt og skala síðan upp eftir þörfum.
Zoho lausnirnar
Hér er stutt lesning um nokkrar af helstu Zoho lausnunum. Hafið semt í huga að samhæfðar Zoho lausnir eru fleiri en 45 og fer fjölgandi.
Zoho vottanir
Áreiðanleiki og öryggi gagna í Zoho kerfum er margrómaður og verðlaunaður. Fyrirtækið og vörur þess búa meðal annars að eftirfarandi vottunum.
Zoho frílausnir
Þú getur skráð þitt fyrirtæki hjá Zoho frítt, án okkar milligöngu. Smelltu á tengilinn hér til hliðar og skoðaðu málið.
ZOHO
Workplace
Níu framúrskarandi lausnir sem vinna saman og henta þínum rekstri, sama hver hann er.
Hvort sem reksturinn er smár eða stór er Zoho Mail lausnin. Hér er öryggi og einfaldleiki í fyrirrúmi í fullhlaðinni póstlausn.
Cliq
Sendu skilaboð á vinnufélagana á öruggan máta, hvaðan sem er og úr hvaða tæki sem er.
Connect
Teymisvinnulausnin þín. Spjallið, haldið hugmyndafundi, vinnið með teymistengd gögn og margt fleira.
Writer
Fullbúið veflægt textavinnutól sem gefur þér kost á að vinna með öðrum inni í sama skjali og deila bæði innan og utan hópsins.
Sheet
Fullbúinn veflægur töflureiknir sem gefur kost á hópvinnu með töflutengd gögn.
Show
Búðu til glærurnar, deildu þeim og birtu þær með hvaða nettengdu tæki sem er, hvar sem er í heiminum.
Workdrive
Búðu til, vistaðu og stjórnaðu aðgangi að gögnunum þínum með öruggri og dulkóðaðri skjalageymslulausn.
Showtime
Veflægur kennsluhugbúnaður sem gefur þér kost á gagnvirkum kennslustundum í rauntíma.
Meeting
Allt sem þarf til að halda fjarfundi og fjarnámskeið. Samtal í rauntíma með mynd, gagna- og skjádeilingarvirkni.
OneAuth
Zoho OneAuth er magnað smáforrit í símann til að einfalda innskráningu á öll veflæg Zoho forrit en á sama tíma bæta öryggi. OneAuth býður upp á fjölþætta innskráningu á Zoho aðganginn þinn en gefur þér einnig kost á að setja upp lykilorðalausa innskráningu og 'single sign-on' á allar þær veflægu lausnir sem bjóða uppá slíkt.