Search

Okkar hlutverk

Megin hlutverk SNÆDAL er að aðstoða þig við að ná árangri og koma þinni hugmynd á framfæri.

​Markaðsþjónusta

Þarftu hjálp við að gera markaðssetninguna þína skilvirkari og ná betur til þíns markhóps? Við útbúum markaðsefni og auglýsingar fyrir samfélags- og aðra stafræna miðla sem og bæklinga, skilti, plaköt o.fl.

Vefsíðugerð og vefþjónusta

Fjölbreytt vefþjónusta á sanngjörnu verði. Við hönnum og þróum vefi, gagnvirk eyðublöð og veflægar lausnir fyrir þig og þinn rekstur. Vefirnir okkar eru notendavænir og hannaðir með upplifun viðskiptavina þinna að leiðarljósi. Við bjóðum einnig upp á vefþjónustu í áskrift og hýsingar á vefsvæðum.

Grafísk hönnun

Við hönnum markaðsefni fyrir alla miðla, stafræna sem og prentaða. SNÆDAL hannar og þróar vörumerki og ímynd sem hentar þínum rekstri og nær til þíns markhóps.

Viðskiptaþróun og umhverfisvænni lausnir

Langar þig að þróa viðskiptahugmynd þína yfir í starfandi fyrirtæki? Við höfum bæði þekkinguna og reynsluna til að hjálpa þér af stað. 

​Samfélagsmiðlar

Við aðstoðum þig við uppsetningu samfélagsmiðla, Facebook verslana og þjónustuvettvanga. Við bjóðum einnig upp á þjónustu við viðhald samfélagsmiðla með reglulegum færslum og umsjón með auglýsingum.

Eftirlitsþjónusta

Við höfum komið okkur upp skemmtilegum dótakassa af allskonar skriftum og tólum sem gera okkur kleift að taka þinn  vef í eftirlits- og uppfærsluþjónustu, óháð hýsingaraðila eða hýsingarlandi.

Eftirlits- og viðhaldsþjónusta Snædal inniheldur meðal annars:
  • Eftirlit með uppitíma og breytingum á kjarnaskrám kerfis
  • Uppfærslur á kjarnaskrám og helstu viðbótum
  • Óværuskönnun
  • Skýrslugjöf þar sem skoðað er hvort vefurinn þinn hlýtir nýjustu stöðlum
ATH. að mögulega þarf að fá hýsingaraðila til að opna fyrir port vegna fjarskönnunar á vef.

Verkfærin