Search

Verkefnin

Við erum afskaplega heppin með að hafa átt í góðu samstarfi við fjölbreyttan hóp fyrirtækja, einstaklinga og stofnana og fengið að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum.

Meðal verkefna Snædal bræðra eru vefir, vefverslanir, vörumerki, markaðsefni, 
uppsetning samfélagsmiðla og margt fleira.

Fokhelt

Við fengum það skemmtilega verkefni að hanna nýtt merki og nýja heimasíðu fyrir verktakafyrirtækið Fokhelt. Okkur langaði að hanna fágað og lýsandi merki. Heimasíðan er einföld og segir allt sem segja þarf.

Caves of Hella

Við höfum aðstoðað Caves of Hella í gegnum tíðina með ýmis verkefni tengd heimasíðu þeirra og viðskiptahugmynd. Til að mynda að gera söluvettvang þeirra hentugri fyrir neytendur með því að koma fyrir bókunarkerfi fyrir hellaferðir og gjafabréf og einnig að lagfæra síðuna með leitarvélabestun (SEO) í huga.

Pastagerðin

Pastagerðin leitaði til okkar eftir hönnun á matseðlum og skiltum til þess að merkja staði þeirra á Granda mathöll og Mathöll Höfða. Við erum mjög sáttir með útkomuna sem er snyrtileg en jafnframt spennandi og segir gestum Pastagerðarinnar allt sem segja þarf. Einnig höfum við verið að vinna markaðsefni fyrir Pastagerðina og verið ráðgefandi í þeirra markaðsstarfi.

Pesto.is

Pesto.is er Joomla vefur settur upp með vefverslun og gagnvirkum eyðublöðum. Við komum inn í verkefnið sem ráðgjafar og uppsetningaraðilar varðandi veflausnir og hýsingar.

Ísskógar.is

Hér er einfaldur og þægilegur vefur sem leiðir notandann í allan sannleikann um þetta flotta ráðgjafarfyrirtæki í upplýsingaöryggi, án þess að flækja hlutina.

Collective.is

Hljómsveitin Collective þurfti vef sem tengdi saman samfélagsmiðla og þeirra eigin efni. Að auki þurfti hljómsveitin að draga inn tónlistarspilara og verslunarvirkni úr útværri sölulausn. Þessi vefur er unnin af okkur frá hugmynd til hýsingar.

Duplex.is

Hljómsveitin Duplex leitaði til okkar varðandi vef- og samfélagsmiðlaráðgjöf. Úr varð afskaplega einfaldur Bootstrap vefur en efnistök vefjarins eru að hluta tengd við Facebook og Youtube sem gerir vefinn virkari án þess að krefjast þess að hljómsveitarmeðlimir haldi úti reglubundinni efnisvinnslu fyrir vefinn sjálfann.

Doit.is

Doit er ráðgjafa og þjónustufyrirtæki í net og tölvukerfum. Þessi þægilegi vefur er hannaður með notandann í huga og gefur meðal annars kost á tímabókunum og fjarþjónustutengingum.

Paintball Hella

Mjög skemmtilegt verkefni sem við tókum að okkur fyrir Paintball Hella. Þau voru hefja starfsemi og vantaði merki, uppsetningu á samfélagsmiðlum og markaðsefni. Okkur langaði að hafa merkið og ímynd þeirra litskrúðuga eins og litboltakúlurnar eru þegar þær springa út. Skemmtileg útkoma úr skemmtilegu verkefni.

Buggy X-treme Iceland

Teymið hjá Buggy X-treme Iceland hefur leitað til okkar vegna rekstrar- og markaðsráðgjafar, vinnu við markaðsefni og nú nýverið uppsetningu á nýrri heimasíðu. Heimasíðan er einföld og þægileg og segir allt sem segja þarf um þá þjónustu sem þau bjóða upp á. Á vefnum eru tengingar við Bókun þar sem hægt er að skoða þjónustuna og bóka ferðir.