Stillingar fyrir Zoho Mail

Einfalt er að vinna með Zoho Mail en hýsingunni fylgir skemmtilegt og einfalt app sem einfaldar alla pósthöndlun.
Ekki þarf að setja inn stillingar fyrir vefþjón í appið heldur einungis innskrá sig með netfangi og lykilorði til að nálgast póstinn og senda.
Athugið að hægt er að nota marga Zoho Mail aðganga í póstappinu, en ekki er hægt að setja upp póstaðganga frá öðrum fyrirtækjum, s.s. Google eða Microsoft í appinu, þar sem það tengir sig beint í auðkenningarþjóna Zoho.

Zoho Mail á netinu

Flestir nota Zoho Mail í gegnum vafra en þannig skiptir ekki máli í hvaða tæki þú ert eða hvar í heiminum. Þú hefur alltaf öruggan og tryggan aðgang að þínum gögnum í Zoho Mail. Innskráningin er einföld, einungis með netfangi og lykilorði, en hægt er að tengja Authenticator App við póstinn

Zoho Mail á tölvunni þinni

Zoho Mail fylgir einnig póstforrit sem hægt er að nota á flestum tölvum. Póstforritið er afskaplega líkt vefviðmótinu í útliti og speglar í raun vefviðmótið yfir á tölvuna þína.

Zoho Mail í þitt póstforrit

Hægt er að tengja Zoho Mail beint í póstforritið eða appið sem þú ert þegar að nota. Til að gera það þarf þó að setja inn stillingar vegna póstþjóna en þær eru eftirfarandi:

Zoho Mail IMAP stillingar:
Incoming Server Name: imappro.zoho.eu
Port: 993
Require SSL: Yes  
Username: netfangið@þittlen.is

 Outgoing Server Name: smtppro.zoho.eu
Port: 465 with SSL or
Port: 587 with TLS
Require Authentication: Yes

Leit